Þann 20. október s.l. voru hjóna dæmd til sektar fyrir fyrir brot á iðnaðarlögum en þau höfðu brotið upp langar hefðir í ljósmyndun og komið af stað skemmtilegum nýjungum í framsetningu ljósmynda og þá sérlega fallegum barnamyndatökum. Við úrvinnslu þeirra mynda sem þau gerðu þá notuðu þau nýjustu grafíska tækni og náðu með því fram hreinum listaverkum úr annars mjög góðu myndefni en eftir því sem ég best veit hefur þetta fólk sérmenntun á sviði grafískrar hönnunar. Mér sem áhugamanni í þessari grein fannst mikið til koma um þessa nýjung en í rótgrónar starfsgreinar er oft hollt og gott að fá inn framsýnt fólk til þess að brjóta upp hefðbundin viðskiptamynnstur. Það gerðu þessi hjón það vel að fagmönnum var mörgum hverjum brugðið. Samkvæmt dómi héraðsdóms var niðurstaðan skýr en dóminn má lesa í heild sinni hér, sek voru hjónin. Þau hafa nú ákveðið að áfría dómnum sem hlýtur að teljast nokkuð eðlileg viðbrögð.
Ég hef síðust fimm ár kynnt mér þetta efni nokkuð vel þar sem ég hef tengst rekstri á verslun í ljósmyndageiranum þann tíma. Sótti ég m.a. fjölda fyrirlestra um þessi mál í Bandaríkjunum en þar er það sem kallast event photography eða viðburðaljósmyndun nokkuð þekkt grein. Þessi starfssemi er rekin þar beint af ljósmyndavöruverslunum, áhugaljósmyndurum sem og atvinnuljósmyndurum. Þar voru menn almennt mjög sammála um að forsendur hins hefðbundna höfundarréttar í ljósmyndum ætti undir högg að sækja. Iðulega fengu menn allar myndir afhentar stafrænt í hágæða upplausn þannig að viðskiptavinurinn gat ráðið hvað hann gerði við myndefnið í framhaldinu. Ég held að sumu leyti að sé þetta tákn breyttra tíma. Hér áður fyrr voru meðhöndluð hættuleg efni við framköllun sem við getum nánast núna lesið um í sögubækum þó svo að auðvitað sé enn eitthvað um notkun spilliefna í greininni. Tæknin í þessari starfsgrein hefur breyst alveg gríðarlega síðustu 10 árin. Fagmenn þurfa auðvitað líka að þróa sínar aðferðir í takt við tímann og verslanir sem á þessu sviði starfa hafa þurft og þurfa enn endurhugsa sinn viðskiptagrundvöll til að finna sér farveg inn í stafrænu framtíðina. Samfara þessu þá hefur orðið til gríðarlega stór áhugafólks sem hefur öðlast mikla færni í ljósmynduninni og eftirvinnslunni.
Sjálfum finnst mér þessir frumkvöðlar fá frekar kaldar kveðjur með þessum dómi. Annars er umhverfið okkar stundum mjög sérkennilegt og öfugsnúið. Sjálfur lærði ég iðngrein sem heitir bifreiðasmíði og dreif mig í því að klára meistaraskólann á síðasta ári. Rétt þegar honum lauk var bannaður innflutningur á skemmdum bílum til landsins vegna aukina öryggiskrafna. Þetta er svona sambærilegt og að banna innflutning á timbri fyrir húsasmíðameistara vegna þess að þeir gætu byggt léleg hús ekki satt :-)
Allt snýst þetta um hversu mikil fagmennska er í þeirri vinnu sem unnin er og þeirri afurð sem skilað er til viðskiptavinarins þegar upp er staðið. Það er sama hvort þar er um að ræða góða hönnun, góða ljósmynd, góða viðgerð eða vel byggt hús. Vissulega verðum við að bera virðingu fyrir réttindum þess menntakerfis sem við búum við hveru sinni, ég vil alls ekki gera lítið úr því.
Iðnaðarráðuneytið ætlar að taka ljósmyndaramálið fyrir og það verður áhugavert að fylgjast með framvindu þessa máls bæði þar og á næstu dómsstigum.
Áfrýja dómi héraðsdóms | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég get tekið undir þennan pistil, þó ég beri mikla virðingu fyrir lögvarinni faggrein, hver svo sem hún kann að vera.
Þú bendir sjálfur á bifreiðasmíðina, sjálf þekki ég vel til fagreinar er nefndist prentmyndasmíði sem var lagðist út af þegar flókið framleiðsluferli prentplatna og filma varð "digital" tækninni að bráð.
Það er varla hægt að bera fyrir sig "fagvörn" þegar tæknin gerir leikna að fagmönnum, og þetta hlýtur líka að varða spurningu um frelsi og rétt til vinnu og framkvæmda.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 6.1.2011 kl. 00:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.