Vinnum af meiri fagmennsku

MAST hefur nú gengið hart fram á eftir saltfiskframleiðendum og hefur sett bann við fosfatnotkun í saltfisk frá og með áramótum.   Fosföt hafa verið notuð í þessa framleiðslu í áraraðir og meðal annars stuðlað að því að saltfiskframleiðsla okkar Íslendinga hefur verið  hátt metin á mörkuðum í suður Evrópu.  Hafa skal í huga að fosföt eru almennt notuð við framleiðslu í matvælaiðnaði og það er fráleidd krafa að umbreyta einni atvinnugrein á nokkrum dögum með boði og bönnum.  Mjög sennilegt er að þetta geti valdið einhverri verðhjöðnun á fiskafurðum okkar á næstu mánuðum sem land okkur má nú síst við. 

Viðamiklar rannsóknir voru gerðar þegar framleiðsluaðferðum var breytt m.a. með aðkomu Rannsóknarstofnunar Fiskiðnaðarins (nú Matís) og SÍF en ekkert hefur bent til þess að notkun þessara efna sé hættuleg heilsu manna og þá síst í saltfiski.  Eins og við þekkjum þá þarf að útvatna saltfisk áður en hann er matreiddur en þá útvatnast um leið þau fosföt sem að öðrum kosti lenda á pönnunni við matreiðslu á kjöti eða jafnvel öðru frosnu sjávarfangi.  Framsýni og fjárfestingar saltfiskverkenda er að engu höfð með þessari ákvörðun. Hér þarf frekari aðlögun og rannsókna við áður en rokið er í þessar umfangsmiklu breytingar. 

Kannski er þetta bara forsmekkurinn af regluverki Evrópubandalagsins sem hugmyndir eru um að innleiða á allan iðnað á landinu, hverju nafni sem hann kann að nefnast.
mbl.is Bannað að nota fjölfosföt í saltfisk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Það má vera að þessi efni séu ekki hættuleg heilsu fólks en hins vegar er um að ræða þyngdaraukningu vörunnar með vatni og það er ekkert annað en vörusvik og óheiðarleiki að binda vatn í vöru til að þyngja. Þetta er stundað í kjötvinnslunni og má auðveldlega sjá í því sem ég kalla gúmmíálegg og svo er einfalt að setja áleggið á heita pönnu og þá skreppur það saman þegar vatnið sprautast út. Þetta er eins og þegar menn settu steina í brauð til að þyngja þau en þau voru þá seld eftir vigt.

corvus corax, 14.12.2010 kl. 04:17

2 identicon

Corvus þá má vera en þetta er gert áður en fiskurinn er settur í salt og þegar hann er settur í salt þá fer vatnið úr fisknum! Og þess má geta að kaupendur vilja mismunandi mikið vatnsinnihald eftir því hvaðan þeir eru og þá er aðeins miðað við hvað fiskurinn hefur verið lengi í salti.

Þessi samlíking hjá þér er því ekki uppá marga fiska!

Daði (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 08:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband